Ekki tókst Grindavík að sópa Þór Þorlákshöfn í burtu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þegar liðin mættust í Röstinni í kvöld. Þór sigraði Grindavík 98-91 og því þurfa liðin að mætast í fjórða leiknum í Þorlákshöfn á miðvikudaginn. Hér má sjá öðruvísi myndasyrpu frá þessum magnaða körfuboltaleik sem sýnir meira hvað gerist á bak við tjöldin.
Efsta mynd: Sópurinn fór á loft í Röstinni í kvöld en eingöngu til þess að þurrka svita leikmanna af gólfinu.
Viktor tæknimaður og Sigurbjörn í körfuknattleiksráði bera saman bækur sínar vegna upphitunarinnar fyrir leikinn.
Stuðningsmenn Grindavíkur voru á öllum aldri og nokkuð brattir fyrir leik!
Helgi Jónas tók mikið reiðikast í þessu leikhléi.
Röstin var troðfull en þangað komu um eitt þúsund manns.
Það er alltaf gaman að fara á körfuboltaleik.
Fingramál Helga Jónasar og dómarans.
Hermann Ólafsson í Stakkavík, aðal bakhjarl körfuboltans, mætti til að fylgjast með sínum mönnum.
Hluti af fjölmiðlaflórunni á leiknum.
Stöð 2 Sport sýndi leikinn í beinni útsendingu. Svali Björgvinsson og Guðjón Guðmundsson lýstu leiknum.
Dómarar þurfa líka að hita upp fyrir leiki!
Magnús Andri formaður gægist yfir öxlina á Dagbjarti gjaldkera, spennan að fara með formanninn! Ekki stúkusætunum fyrir að fara í Röstinni.
Vonbrigðin að sjálfsögðu mikil!
Róbert bæjarstjóri tók þátt í léttum leik í hálfleik, fór 10 hringi í kringum prikið og átti svo að koma boltanum í körfuna á 24 sekúndum. Hann stóð sig hetjulega og var hársbreidd frá því að hitta!