Grindavík tekur á móti KF í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Tveir leikir í 1.deild karla fara fram í kvöld.  Selfoss fær Fjölnir í hemsókn en á Grindavíkurvelli mætast Grindavík og KF.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, KF, var stofnað þegar Héðinsfjarðargöngin sameinuðu Siglufjörð og Ólafsfjörð og tók KF við stafi Leifturs og Knattspyrnufélag Siglufjarðar, KS, árið 2010.

Grindavík og KF hafa ekki mæst áður og verður þetta því sögulegur leikur í kvöld.

Grindavík situr á toppi deildarinnar með 19 stig eftir 9 umferðir.  KF er hinsvegar í 9 sæti með 5 stig.  

Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld eru allir hvattir til að mæta.