Grindavík tapaði fyrir Val í Lengjubikar karla í knattspyrnu í gærkvöldi í Reykjaneshöll 3-0. Staðan í hálfleik var 1-0. Grindavík hefur 2 stig eftir 4 umferðir. Í lið Grindavíkur vantaði lykilmenn eins og Ólaf Örn Bjarnason, Alexander Magnússon, Jósef Kr. Jósefsson, Scott Ramsey og Ray Anthony Jónsson.
