Karlalið Grindavíkur tekur þátt í B-deild æfingamóts Fótbolta.net. Grindavík mætti BÍ/Bolungarvík á laugardaginn en tapaði 2-3.
BÍ/Bolungarvík komst í 3-0 en Magnús Björgvinsson skoraði bæði mörk Grindavíkur en hann brenndi reyndar af vítaspyrnu í stöðunni 3-0.