Grindavík sækir KR heim í bikarnum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík sækir KR heim í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu á KR-völl í kvöld kl. 19:15. Búast má við erfiðum leik fyrir Grindavík enda KR á toppnum í úrvalsdeildinni en eins og allir vita geta ævintýrin gerst í bikarnum.  KR hefur gefið út leikskrá fyrir leikinn og má sjá hana hér. Þar eru ýmsar áhugaverðar staðreyndir um bikarleiki liðanna en þetta er í fimmta sinn sem liðin mætast á þeim vettvangi, frægasti leikur liðanna er bikarúrslitaleikurinn 1994.