Íslandsmeistarar Grindavíkur unnu fimmta leik sinn í röð í úrvalsdeild karla í körfubolta þegar þeir skelltu Fjölni í Grafarholti með 122 stigum gegn 85. Grindavík bauð upp á flugeldasýningu strax í upphafi því eftir fyrsta leikhluta var staðan 43-19, Grindavík í vil!
Skiljanlega var leikurinn aðeins formsatriði eftir það, staðan í hálfleik var 71-38, Grindavík í vil og þá var Sammy Zeglinski þegar koimnn með 27 stig. Í síðasta leikhlutanum voru lykilmenn hvíldir og yngri deildin fékk að spreyta sig.
Liðin mætast aftur í bikarnum í Grindavík næsta sunnudagskvöld kl. 19:15.
Grindavík: Samuel Zeglinski 38/6 fráköst/11 stoðsendingar, Aaron Broussard 18/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 15, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 5, Ólafur Ólafsson 5/5 fráköst, Davíð Ingi Bustion 4/5 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 4, Björn Steinar Brynjólfsson 3.