Grindavík pakkaði KR saman – hreinn úrslitaleikur á sunnudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það var rafmögnuð stemming og fullt útúr dyrum í Mustad höllinni í gær þegar Grindavík lagði KR í annað skiptið í röð í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur urðu 79-66 í hreint ótrúlegum leik þar sem Grindavík sýndi á sér allar sínar bestu hliðar, þá ekki síst varnarlega, en það er ekki á hverjum degi sem KR skorar aðeins 66 stig í heilum körfuboltaleik.

Eins og svo oft áður í þessari úrslitakeppni er erfitt að taka einn leikmann út úr hópnum og segja að hann hafi verið maður leiksins. Grindavík hefur farið ótrúlega langt á liðsheildinni og baráttu í þessari úrslitakeppni og það sama var uppi á teningnum í gær. Grindavíkurhjartað slær stolt í þessu liði þar sem allir eru tilbúnir að fórna sér og leggja sig fram fyrir liðsheildina. 

Nú þarf bara að endurtaka leikinn einu sinni enn, nánar tiltekið í DHL höllinni á sunnudaginn, og koma heim með þennan titil. Áfram Grindavík!

Umfjöllum og viðtöl á karfan.is

Tölfræði leiksins

Myndasafn – Karfan.is