Grindavík hélt áfram sigurgöngu sinni í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir sigur á Haukum og er liðið enn með fullt hús stiga. Þá gerði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, sér lítið fyrir og skoraði 35 stig fyrir ÍG sem lagði Breiðablik í hörku leik í 1. deildinni.
Grindavík átti ekki í nokkrum vandræðum með þjálfaralausa Hauka 98-74. Staðan í hálfleik var 48-37, Grindavík í vil. Giordon Watson skoraði 27 stig fyrir Grindavík, Ólafur Ólafsson 15, J´Nathan Bullock 15, Þorleifur Ólafsson 14 og Páll Axel Vilbergsson 11.
Sjá nánari uppfjöllun hér á karfan.is
Staðan:
1. Grindavík 6 6 0 534:441 12
2. Stjarnan 6 5 1 553:496 10
3. Keflavík 6 4 2 528:486 8
4. KR 6 4 2 529:523 8
5. Snæfell 6 3 3 550:516 6
6. Þór Þ. 6 3 3 538:530 6
7. Njarðvík 6 3 3 514:513 6
8. ÍR 6 3 3 535:538 6
9. Fjölnir 6 3 3 528:544 6
10. Tindastóll 6 1 5 482:537 2
11. Haukar 6 1 5 476:545 2
12. Valur 6 0 6 453:551 0
ÍG skellti Breiðablik í hörku leik 95-90. Helgi Jónas skoraði 35 stig og gamla brýnið Guðmundur Bragason skoraði 11. Annar ellismellur, Nökkvi Már Jónsson dró einnig fram skóna og lék með ÍG og stóð fyrir sínu. Með sigrinum skaust ÍG upp í 2. sætið.
Sjá nánari umfjöllun hér karfan.is
Staðan:
1. KFÍ 5 5 0 456:362 10
2. Skallagrímur 6 4 2 536:515 8
3. ÍG 5 4 1 430:433 8
4. Breiðablik 5 3 2 444:429 6
5. Höttur 4 3 1 327:317 6
6. ÍA 4 2 2 317:310 4
7. Hamar 5 2 3 444:438 4
8. FSU 5 1 4 430:446 2
9. Þór A. 6 1 5 439:514 2
10. Ármann 5 0 5 401:460 0