Grindavík og Breiðablik skildu jöfn í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Lengjubikarnum á laugardaginn en leikið var í Fífunni. William Daniels kom Grindavík yfir snemma í leiknum eftir laglega sendingu frá Kristijan Jajalo, markmanni Grindavíkur. Breiðablik jafnaði á 57. mínútu og var markið af dýrari gerðinni, hælspyrna eftir hornspyrnu.

Eftir leikinn er Grindavík í efsta sæti riðilsins, með 4 stig eftir tvo leiki og markatöluna 6-1.

Mörkin og helstu tilþrif leiksins má sjá hér að neðan: