Grindvíkingar sóttu eitt stig í Kópavoginn í Pepsi-deild karla í gær, en lokatölur leiksins urðu 1-1. Blikar komust yfir í fyrri hálfleik og voru töluvert sterkari framan en en tvöföld skipting Óla Stefáns í hálfleik breytti gangi leiksins töluvert. Útaf fóru Aron Jóhannsson og Matthías Örn Friðriksson og inn á komu Sito og Marinó Axel Helgason. Innkoma Sito í sóknina hafði afgerandi áhrif á sóknarleik Grindvíkinga og á 75. mínútu jöfnuðu þeir leikinn með marki frá Will Daniels
