Grindavík mætir KR í Meistarar Meistaranna á sunnudaginn

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Körfuboltavertíðin hefst næsta sunnudag þegar keppt verður um titilinn Meistarar Meistaranna í íþróttahúsinu í Frostaskjóli. Grindavík, sem varð í 2. sæti í bikarkeppni KKÍ síðasta vetur, mætir Íslands- og bikarmeisturum KR í karlaflokki kl. 19:15.

Í kvennaflokki mætast Keflavík og KR kl. 17 en upphitun hfst kl. 16 með BBQ og þá tekur karlakór Kaffibarsins lagið. 

Allir ágóði af leiknum rennur til yngri landsliða KKÍ. Miðaverð er 1.500 kr. fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir 15 ára og yngri. Grindvíkingar eru hvattir til að mæta.