Grindavík gerði góða ferð uppá Skipaskaga í gær í Pepsi-deild karla, þar sem strákarnir lögðu ÍA í miklum markaleik, lokatölur 2-3. Andri Rúnar Bjarnason skoraði öll mörk Grindavíkur og hefði hæglega getað sett tvö enn. Andri í fanta formi í upphafi sumars og vonandi er þetta aðeins upphitun fyrir það sem koma skal hjá kappanum.
Næsti leikur hjá strákunum er heimaleikur gegn Valsmönnum á sunnudaginn.