Grindavík lá í Hveragerði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði nokkuð óvænt fyrir Hamri í Hveragerði í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöldi með fimm stiga mun, 70-65. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en Hamar gerði út um leikinn með því að vinna síðasta leikhlutann með 7 stiga mun.

Hamar-Grindavík 70-65 (10-14, 19-17, 17-17, 24-17)

Grindavík: Lauren Oosdyke 22/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Rut Hallgrímsdóttir 11/12 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 8/9 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 7/7 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Alda Kristinsdóttir 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0.

Staðan:
1. Keflavík 5 5 0 398:353 10 
2. Snæfell 5 4 1 391:336 8 
3. Grindavík 5 3 2 373:367 6 
4. Hamar 5 2 3 341:345 4 
5. Haukar 5 2 3 387:393 4 
6. Njarðvík 5 2 3 365:388 4 
7. Valur 5 1 4 354:384 2 
8. KR 5 1 4 341:384 2