Það má segja að það hafi verið endurtekið efni hjá Grindvíkingum í Vestmannaeyjum í gær. Liðið lenti undir snemma í leiknum en þetta er 10. leikurinn í röð sem Grindavík lendir undir. Að sama skapi gekk illa að skapa og nýta færin en Andri Rúnar minnkaði munin undir lokin, lokatölur 2-1.
Úrslitin þýða að Grindavík er enn ekki formlega sloppið við fall þetta árið, en þegar þrjár umferðir eru eftir og 9 stig í pottinum eru 5 stig í fallsæti.
Næsti leikur Grindavíkur er heimaleikur gegn Breiðabliki á sunnudaginn kl. 16:00
Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn
Viðtal við Óla Stefán: