Grindvíkingum mistókst að fylgja eftir góðum sigri í síðustu umferð Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu Valsmenn heim í gærkvöldi. Okkar menn léku ágætlega á köflum og fengu nokkur dauðafæri til að komast yfir og jafna leikinn en nýttu þau ekki og því fór sem fór. Þjálfari liðsins Óli Stefán Flóventsson sagði þó í viðtali eftir leik að hann væri stoltur af strákunum sem hefðu sýnt góða frammistöðu gegn ógnarsterku liði Vals. Viðtalið má nálgast hér að neðan.
Þrátt fyrir tapið er liðið enn í 4. sæti deildarinnar en pakkinn í kringum Grindavík er mjög þéttur og stutt í næstu lið fyrir ofan og neðan. Næsti leikur Grindavíkur er heimaleikur gegn KR, en KR er einmitt í 5. sæti, 2 stigum á eftir Grindavík og á einn leik til góða.
Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn
Viðtal Fótbolta.net við Óla Stefán
Mynd: Fótbolti.net