Grindavík tekur á móti ÍBV á Grindavíkurvelli á sunnudaginn kl. 17:00. Eyjamenn mæta sjóðheitir til leiks eftir góðan sigur á KR í síðasta leik og verður því eflaust um hörkuleik að ræða. Stuðningsmenn Grindavíkur munu hita upp í Gjánni frá kl. 15:30 þar sem hamborgar og fleiri veitingar verða til sölu.