Grindavík tryggði sér í gærkvöldi sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þegar liðið gerði jafntefli við Stjörnuna, 2-2. Grindavík náði 0-2 forystu í leiknum með mörkum frá Magnúsi Björgvinssyni. Nokkra sterka leikmenn vantaði í lið Grindavíkur en Stjarnan stillti upp sínu sterkasta liði. Stjarnan sótti án afláts í seinni hálfleik og jöfnuðu að lokum leikinn úr vítaspyrnu á 83. mínútu.
Eftir þessi úrslit eru Grindvíkingar öruggir áfram í 8-liða úrslit, með 11 stig eftir 5 leiki og 8 mörk í plús.
Stjarnan 2 – 2 Grindavík
0-1 Magnús Björgvinsson (’29)
0-2 Magnús Björgvinsson (’30)
1-2 Óttar Bjarni Guðmundsson (’65)
2-2 Hólmbert Aron Friðjónsson úr víti (’83)
Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net