Grindavíkingar virðast hafa komið endurnærðir úr æfingaferðinni á Spáni en þeir lögðu Skagamenn nokkuð örugglega í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á mánudaginn, 4-1. Ingvar Þór Kale markvörður Skagamanna opnaði leikinn með sjálfsmarki og setti tóninn fyrir það sem koma skyldi. Grindavík mætir hinum nýliðum Pepsi-deildarinnar, KA, í 4-liða úrslitum.
ÍA 1 – 4 Grindavík
0-1 Ingvar Þór Kale (‘1 , sjálfsmark)
0-2 Andri Rúnar Bjarnason (’12)
1-2 Hafþór Pétursson (’15 )
1-3 Andri Rúnar Bjarnason (’29 )
1-4 William Daniels (’53)
Rautt spjald: Sam Hewson, Grindavík (’77)