Grindavík í 4-liða úrslit Borgunarbikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur eru komnar í 4-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir góðan 3-2 sigur á Tindastóli á föstudaginn. Grindavík komst í 3-0 í fyrri hálfleik og var sigurinn aldrei í mikilli hættu þrátt fyrir að gestirnir næðu að klóra í bakkann undir lokin. Elena Brynjarsdóttir skoraði tvö fyrstu mörk Grindavíkur og Ísabel Almarsdóttir kláraði dæmið rétt áður en flautað var til hálfleiks.

Grindavík er því komið í 4-liða úrslit ásamt ÍBV, Stjörnunni og Val en leikið verður í undanúrslitum þann 13. ágúst.

Umfjöllun um leikinn á Fótbolta.net

Viðtal við Róbert Haraldsson, þjálfara: