Grindavík dróst á móti Keflavík

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Það verður sannkallaður risaslagur í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta þegar Keflavík fær Grindavík í heimsókn. Þá dróst ÍG á móti B-liði Keflavíkur en með því liði leikur Sverrir Þór Sverrisson þjálfari karlaliðs Grindavíkur. Í kvennaflokki dróst Grindavík á móti Stjörnunni. Dregið var í 16-liða úrslitin í karla- og kvennaflokki í dag í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Leikina má sjá hér að neðan.

Viðureignirnar í karlaflokki:

Keflavík – Grindavík
ÍG – Keflavík b
Haukar – Snæfell
Fjölnir – FSu
ÍR – Þór Akureyri
Njarðvík – Stjarnan
Tindastóll – Reynir Sandgerði
Skallagrímur – Þór Þorlákshöfn

Viðureignirnar í kvennaflokki:

Breiðablik – Fjölnir
Stjarnan – Grindavík
Njarðvík – FSu
Valur – Hamar
Tindastóll – Snæfell
Þór Akureyri – KR

Haukar og Keflavík sitja hjá í 16-liða úrslitum í kvennaflokki.