Grindavík burstaði Leikni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík burstaði 2. deildarlið Leiknis í bikarkeppni KKÍ sl. föstudagskvöld með 98 stigum gegn 52. Þetta var leikur kattarins og músinni en leikurinn fór fram aðeins sólarhring eftir að Grindavík skellti KR í úrvalsdeildinni.

Yfirburðir Grindvíkinga voru miklir stax frá byrjun enda lið Leiknis ekki burðugt og án útlendinga. Ungu strákarnir í Grindavíkurliðinu fengu því að spreyta sig og stóðu sig vel. Einnig er Ólafur Ólafsson smám saman að komast í gang eftir meiðsli.

Stig Grindavíkur:
Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14, Björn Steinar Brynjólfsson 14, Aaron Broussard 14, Ármann Vilbergsson 12, Samuel Zeglinski 11, Jóhann Árni Ólafsson 10, Jens Valgeir Óskarsson 6, Hilmir Kristjánsson 5, Jón Axel Guðmundsson 4, Davíð Ingi Bustion 4, Ómar örn Sævarsson 3, Ólafur Ólafsson 1.