Eftir dapurt gengi í síðustu leikjum komust Grindavíkurstúlkur aftur á beinu brautina í gær þegar þær lönduðu nokkuð þægilegum útisigri í Hveragerði, 49-73. Að vanda var Rachel Tecca stigahæst Grindvíkinga en hún skoraði 20 stig, reif niður 10 fráköst og stal 6 boltum.
Heilt yfir voru okkur konur að spila vel, allir leikmenn fengu mínútur og ánægjulegt að sjá mikilvæga leikmenn koma til baka, bæði úr meðislum og ferðalögum. Þá vakti það athygli að engin önnur en Harpa “Big Guns” Hallgrímsdóttir var aftur mætt til leiks en hún mun leika með liðinu til áramóta.
Umfjöllun karfan.is um leikinn:
,,Grindavík í heimsókn í Hveragerði í gær og bæði lið aðeins í ströggli í byrjun vetrar og heimastúlkur ennþá án útlendings en einhver pappírstregi í gangi og svei mér þá hefði verið hraðvirkara að senda þá með flöskuskeyti. Katrín Eik var enn utan liðs hjá Hamri en verður væntanlega klár í næsta leik.
Heimakonur byrjuðu nokkuð betur en undanafarið og héldu í við Grindavíkurstúlkur í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum 12-14.
Grindavík lét svo sverfa til stáls í öðrum leikhluta með öflugri pressu sem skilaði betra skori þeirra megin en leikhlutinn endaði 13-21 og heimastúlkur að tapa allt of mikið af boltum jafnframt því sem skotnýting var í anda lítils sjálfstrausts og nokkur skipti í leiknum rann skotklukka Hamars hreinlega út.
Hálfleikur og staðan 25-35 sem var þó ekki óyfirstíganlegt. Sverrir var ekkert að slaka á og boðaði áframhaldandi pressu og aftur pressu sem skilaði drjúgri forustu fyrir lokahlutann, 39-59. Hér var Haddi þjálfari Hveragerðis búinn að rúlla á öllum sem hann var með á bekknum og skilaboðin að berjast áfram og aldrei að hætta. Safn í reynslubankann og komu 2 10.bekkjar stúlkur inn á í liði Hamarsmegin og stóðu sig með sóma en Erika Mjöll var þarna að spila sínar fyrstu mínútur í deildinni.
Grindavík rúllaði á öllu liðunu í síðasta leikhluta og Sverrir setti inn enn yngri leikmann en Haddi hinumegin. Hjá Grindavík kom inn Hrund Skúladóttir í nokkrar mínútur og stóð hún sig með prýði einnig. Aðeins meira jafnræði var í leikhlutanum sem Grindavík vann þó að lokum 13-14 og leikinn nokkuð öruggt 49-73.
Í Grindavík var Rachel Tecca með 20 stig/10 fráköst, Pálína 17 stig og María Ben 10 stig öflugastar en stigaskorið dreifðist nokkuð hjá gestunum sem voru með 36% skotnýtingu.
Í Hamri var Þórunn öflug með 18 stig/9fráköst, Salbjörg með 10 stig/10 fráköst og Heiða B með 9 stig en aðrar minna. Skotnýting heimastúlkna var 31% en tapaðir boltar 31 á móti 17 gestanna.
Ljóst að bæði lið geta betur en með Rachel nokkuð lipra undir körfunni og Pálína á nokkuð í land að verða jafn öflug og áður en skilaði þó sínu. María Ben varð betri er á leið leikinn og heilt yfir sterkari liðsheild hjá Grindavík. Hjá Hamri þarf hraðan á til að læra af mistökunum og því sem vel var gert en sjálfstraustið skortir aðeins og án efa nokkuð sem á eftir að batna. Mikið mæðir á fáum leikmönnum og sértaklega Þórunni og ljóst að það verður kærkomið þegar Katrín Eik kemur inn. Erlendur spilari myndi stykja liðið líka, það er ljóst. Jenný Harðar hefur tekið fram skónna aftur, komin í búning í gær og spilaði nokkar mínútur og ætti að koma með smá reynslu inn í liðið.”