Grindavík áfram í Mjólkurbikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík er komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla, en liðið lagði Víði í Garði gær, 2-4. Nemó kom Grindvíkingum á bragðið strax í upphafi leiks og var staðan orðin 0-3 áður en heimamenn náðu að klóra í bakkann. Sigur Grindvíkinga var aldrei í mikilli hættu en margir af yngri leikmönnum liðsins fengu að spila í gær og skoraði hinn 17 ára Dagur Ingi Hammer Gunnarsson síðasta markið. Hinn færeyski René Joenssen setti tvö mörk og Jóhann Helgi Hannesson eitt.

Nánar má lesa um leikinn á Fótbolta.net

Víðir 2 – 4 Grindavík 
0-1 Nemanja Latinovic ('5) 
0-2 Rene Joensen ('69) 
0-3 Jóhann Helgi Hannesson ('72) 
1-3 Andri Gíslason ('80) 
2-3 Milan Tasic ('90) 
2-4 Rene Joensen ('90)