Grindavík er komið í 16-liða úrslit Maltbikars karla eftir nokkuð þægilegan sigur á FSu á Selfossi í gær. Leikurinn var full jafn framan af en heimamenn leiddu eftir 1. leikhluta, 20-18. Grindvíkingar tóku góða rispu í 2. leikhluta og leiddu í hálfleik, 38-51. Grindavík byggði svo upp forskotið í seinni hálfleik, lokatölur 72-92.
Þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Dagur Kár Jónsson voru lang stigahæstir Grindvíkinga, með 24 og 20 stig. Siggi klikkaði varla úr skoti, og var með 92% skotnýtingu úr 2ja stiga skotum sínum í leiknum, en heilt yfir var Grindavík með 71% skotnýtingu úr 2ja stiga skotum í leiknum.
Grindavík mættir grönnum okkar úr Njarðvík í 16-liða úrslitum.