Grindavík á toppi Inkasso-deildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tyllti sér á topp Inkasso-deildarinnar með góðum útisigri á Leikni í gær, 0-3. Á sama tíma gerðu KA og Keflavík jafntefli og er Grindavík því komið á topp deildarinnar, einu stigi á undan KA og 8 stigum á undan Keflavík, þegar 6 leikir eru eftir.  

Grindvíkingar fóru brösulega af stað í leiknum en náðu þó að verjast sóknaraðgerðum Leiknismanna vel og staðan í hálfleik 0-0. Óli Stefán fór yfir stöðuna með sínum mönnum í hálfleik og „núllsetti“ liðið eins og hann orðaði það eftir leik. Í seinni hálfleik náðu Grindvíkingar að sína sitt rétta andlit og leika sinn leik og settu í kjölfarið þrjú mörk á heimamenn í Leikni.

Markarskorar Grindavíkur voru þeir Alexander Veigar Þórarinsson, Óli Baldur Bjarnason og William Daniels.

Nánar um leikinn á Fótbolta.net

Viðtal við Óla Stefán á Fótbolta.net

Næsti leikur Grindavíkur er heimaleikur gegn HK á laugardaginn kl. 14:00

Ljósmynd: Víkurfréttir