Haukar unnu eins stigs útisigur á Grindavík 79-78 í fyrsta leik sjöundu umferðar úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í gær. Leikurinn var æsispennandi er augljóst batamerki eru á Grindavíkurliðinu og liðið á enn inni Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem er meidd.
Crystal Smith skoraði 22 stig fyrir Grindavík og tók 7 fráköst og Petrúnella Skúladóttir var með 21 stig og 8 fráköst. Hjá Haukum var Margrét Rósa Hálfdanardóttir atkvæðamest með 21 stig og 6 fráköst og þær Siarre Evans og Gunnhildur Gunnarsdóttir gerðu 16 stig hvor auk þess sem Evans tók 15 fráköst og Gunnhildur 6 fráköst.
Haukar hafa nú fjögur stig líkt og Njarðvík í 5.-6. sæti en Grindavík er í 7.-8. sæti ásamt Fjölni með tvö stig.