Góður árangur UMFG á unglingalandsmótinu á Akureyri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Aldrei hafa fleiri keppendur frá UMFG verið skráðir til leiks á Unglingalandsmót UMFÍ en í ár, en alls voru 35 grindvískir keppendur á mótinu í ár. Krakkarnir í sunddeildinni komu heim með sjö gullverðlaun, fern silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Þá unnu Grindvíkingar einnig til tvennra gullverðlauna í körfubolta. Í flokki drengja 11-12 ára og stúlkna 13-14. Stelpurnar unnu algjöran yfirburðasigur í sínum flokki, skoruðu alls 180 stig en fengu aðeins 6 í fjórum leikjum.

Við óskum keppendum UMFG til hamingju með árangurinn og minnum á endurgreiðslu á hluta mótsgjalds fyrir keppendur.