Grindavíkurkonur misstu af dauðafæri til að vinna sig upp töfluna um helgina þegar þær töpuðu fyrir Val hér í Grindavík, 66-69. Allt leit út fyrir að Valur færi með þægilegan sigur af hólmi en Grindvík gerði harða atlögu að þeim í lokin. Þær komust þó ekki nær en 3 stig og lokaniðurstaðan svekkjandi tap og Grindavík áfram í næst neðsta sæti deildarinnar með 3 sigra en Valur nældi í sinn fimmta í vetur.
Sverrir Týr Sigurðsson var fréttaritari körfunnar.is á leiknum:
Grindavík sigraði Val í kaflaskiptum leik, 66-69, í Mustad höllinni í 12. umferð Dominos deildar kvenna. Eftir leikinn er Valur í 5.-6. sæti deildarinnar ásamt, en Grindavík tveimur sigurleikjum fyrir aftan í 7.-8. sætinu ásamt Haukum.
Þáttaskil
Grindvísku stelpurnar byrjuðu leikinn mjög sterk og komust í 9-0 strax í byrjun leiks. Valur sýndi kjark og náði að jafna 14-14 áður en fyrsti leikhluti endaði. Í öðrum leikhlutanum mætti Valur svo sterkari til leiks, þær spiluðu hann virkilega vel og voru komnar í 27-33 í hálfleik.
Grindavík byrjaði seinni hálfleikinn vel, sterkt, góðar innkomur af bekknum komu þeim í 45-53 fyrir enda þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti byrjaði vel fyrir Val og eins og það leit út voru grindvísku stelpurnar að fara að láta valta yfir sig. Valur var kominn í 51-62 þegar það voru aðeins 3 mínútur eftir, þá vaknaði Grindavík og lét duglega heyra í sér. Komu forskoti gestanna niður í aðeins 2 stig þegar að um 15 sekúndur lifðu eftir. Allt kom þó fyrir ekki, Valur kláraði leikinn af vítalínunni í lokin og fór með 66-69 sigur af hólmi.
Hetjurnar
Það er hrikalega erfitt að gera á milli þriggja leikmanna, þeirra Elfu Falsdóttur, 11 stig, flott af bekknum, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir var með 8 stig og 13 fráköst, einnig af bekknum. Síðast en ekki síst var Mia Loyd með 30 stig og 21 fráköst, mikilvæg í þessum sigri fyrir Val.
Tölfræðin lýgur ekki
Valsstelpurnar voru betri á allan veg í þessum leik, sérstaklega í frákastabaráttunni, þar sem þær voru með 56 fráköst en Grindavík aðeins 39.
Umfjöllun / Sverrir Sigurðsson