Glötuð stig í Grafarvogi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar okkar heimsóttu Grafarvoginn um helgina þar sem heimastúlkur í Fjölni tóku á móti þeim. Fyrir leikinn voru Fjölnisstúlkur næst neðstar í deildinni með 4 stig en Grindvíkingar á toppnum með 19 stig og aðeins búnar að tapa stigum einu sinni í sumar þegar þær gerðu jafntefli við Víking á útivelli.

Sigur í þessum leik hefði styrkt stöðu Grindavíkur á toppnum en útkoman í þessum leik varð önnur og uppskeran aðeins eitt stig í 2-2 jafntefli. Lengi vel leit út fyrir að heimastúlkur myndu fara með sigur af hólmi en Helga Guðrún Kristinsdóttir jafnaði leikinn á 82. mínútu og bjargaði stiginu. 

Grindavíkurstúlkur eru eftir leikinn enn á toppnum með 20 stig, en FH er í öðru sæti með 15 stig og einn leik til góða. Næsti leikur Grindavíkur er eftir rúma viku en það er útileikur gegn Fram þann 28. júlí.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn:

0-1 Marjani Hing-Glover (’26)
1-1 Hlín Hreiðarsdóttir (’52)
2-1 Hlín Hreiðarsdóttir (’55)
2-2 Helga Guðrún Kristinsdóttir (’82)

Fjölnir tók á móti toppliði Grindavík í eina leik dagsins í 1. deild kvenna en honum lauk nú rétt í þessu.

Marjani Hing Glover kom gestunum yfir um miðjan fyrri hálfleik og var staðan 0-1 í hálfleik.

Hlín Hreiðarsdóttir tók sig heldur betur til og setti tvö mörk snemma í seinni hálfleik með stuttu millibili og staðan gjörbreytt, þar sem Fjölnisstúlkur voru komnar yfir.

Helga Guðrún Kristinsdóttir náði þó að bjarga stig fyrir topplið Grindavíkur í lokin.