Glæsilegt Nóvembermót GG í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Yfir 100 kylfingar tóku þátt í Nóvembermóti GG sem fram fór á Húsatóftavelli í gær, sunnudag. Kylfingar voru ræstir út um leið og það fór að birta og síðustu kylfingar komu í hús skömmu eftir myrkur.

Kylfingar voru heilt yfir himinlifandi með geta leikið keppnisgolf um miðjan nóvember og einnig með aðstæður. Aðeins rigndi um morgunin en að sama skapi var mjög hægur vindur. Margir kylfingar voru að leika vel en keppt var í punktakeppni.

Helstu úrslit:
Höggleikur: Hólmar Waage GOB – 71 högg
1. sæti punktakeppni: Svava Agnarsdóttir, GG – 37 punktar
2. sæti punktakeppni: Sveinbjörn Guðmundsson, GK – 36 punktar
3. sæti punktakeppni: Kjartan Einarsson, GK – 35 punktar

Nándarverðlaun á 7. braut: Jónas Baldursson, GKJ 1,25m
Nándarverðlaun á 18. braut: Svava Agnarsdóttir, GG 20,5 cm

Mótanefnd GG þakkar keppendum kærlega fyrir þátttökuna. Verðlaunahafar eru hvattir er að vitja verðlauna sinna með því að senda tölvupóst á netfang klúbbsins, gggolf@gggolf.is .

Ef veður verður gott um næstu helgi þá er stefnan á að endurtaka leikinn. Fylgist með.

 

Frétt og mynd: Facebook-síða GG