Grindavíkurkonur leika sinn fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar nýliðar Hauka koma í heimsókn kl. 19:15. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á stelpunum okkar sem ætla að láta til sín taka í efstu deild í sumar.
Við minnum jafnframt á að sala árskorta er í fullum gangi.