Fýluferð í Hólminn hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar hafa ekki átt ánægjulegar ferðir í Stykkishólm síðustu vikur. Strákarnir töpuðu framlengdum leik þar á dögunum og í gær töpuðu stelpurnar líka, 75-69. Karfan.is var með fréttaritara á staðnum sem gerði leiknum skil:

„Fyrir leikinn í kvöld voru liðin búinn að mætast tvívegis í Domino’s deildinni þar sem Snæfell hafði sigrað í báðum leikjum, enginn breyting varð á í kvöld og sigur heimastúlkna í Snæfell 75-69. Haiden Palmer var stigahæst hjá Snæfell með 29 stig og 12 fráköst, en hjá Grindavík var það Withney Fraizer 28 stig og 17 fráköst.

Berglind Gunnarsdóttir opnaði leikinn með tveimur vítaskotum en Fraizer jafnaði leikinn strax í næstu sókn, Haiden og Gunnhildur smelltu niður sitt hvorum þristnum og komust Snæfell í 12-6. Gott áhlaup gestanna 0-8 kom þeim yfir 12-14 en þegar um ein mínúta var eftir af leikhlutanum settu Sara Diljá og Haiden fimm stig og staðan 24-19.

Í upphafi annars leikhluta kom góður kafli hjá heimastúlkum sem náðu 11-5 kafla og leiddu með 11 stigum. Alda Leif og Hugrún Eva komu sterkar af bekknum hjá Snæfell . Whitney og Petrúnella náðu að minnka muninn í 40-33 áður en Gunnhildur fyrirliði heimastúlkna lokaði leikhlutanum á vítalínunni, tíu stiga forskot Snæfells í hálfleik 43-33. Stigahæstar í hálfleik hjá Snæfell voru Haiden Palmer með 20 stig en næst var Gunnhildur með 9. Hjá Grindavík var það Whitney Fraizer með 18 stig og Petrúnella næst með 7.

Grindavíkurstúlkur hófu seinni hálfleikinn betur og minnkuðu muninn í 43-37. 8-0 áhlaup Snæfells kom þeim í þægilega stöðu aftur og leiddu 51-37. Rebekka Rán lokaði leikhlutanum með góðum þrist og staðan 56-43.

Í fjórða leikhluta reyndu Grindavíkur stúlkur að spila svæðisvörn en tveir þristar frá Öldu Leif og Bryndísi komu muninum uppí 17 stig 64-47, þegar um 2 mínútur voru eftir leiddu Snæfell með 18 stigum og skipti Ingi Þór fimm ferskum stelpum inn sem ekki höfðu leikið mikið á meðan að Grindavík tefldu fram byrjunarliði sínu, þær söxuðu muninn niður í sex stig en lengra komust þær ekki þar sem Haiden mætti aftur inná til að klára dæmið. Lokatölur 75-69.

Besti maður vallarins var Haiden Palmer en hún skoraði 29 stig, 12 fráköst og 3 stoðsendingar, næst var Gunnhildur Gunnars með 9 stig. Hjá Grindavík var Withney Fraizer stigahæst með 28 stig og 17 fráköst, næststigahæstu voru systurnar Petrúnella og Hrund Skúladætur með 10 stig.

Snæfell eru sem fyrr á toppnum með jafnmörg stig og Haukar sem lögðu Val í kvöld en Grindavík eru í fimmta sæti jafnar Keflavík að stigum en Keflavík hefur betur innbyrðis. Þessi lið Grindavík og Keflavík mætast í næstu umferð og verður eflaust hart barist. Snæfell heimsækja Valsstúlkur að Hlíðarenda.“

Myndasafn: Sumarliði Ásgeirsson

Snæfell-Grindavík 75-69 (24-19, 19-14, 13-10, 19-26)

Snæfell: Haiden Denise Palmer 29/12 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/4 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 7, Berglind Gunnarsdóttir 6/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, María Björnsdóttir 3, Erna Hákonardóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0.

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 28/17 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10, Hrund Skuladóttir 10/4 fráköst, Íris Sverrisdóttir 8/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7/11 fráköst/8 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 3/5 stoðsendingar, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Helga Einarsdóttir 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0, Ingunn Embla Kristínardóttir 0.