Fótboltaskóli UMFG fyrir leikskólaaldurinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Nýtt námskeið hefst á föstudaginn (8. nóv.) í Hópi. Æfingar verða kl.17.00-18.00. Námskeiðið er sjö skipti og kostar 4000 krónur. 50% afsláttur fyrir yngra systkini/tvíbura. Allir þátttakendur fá bol við greiðslu. 

Krökkunum verður skipt niður eftir getu og aldri til að allir fái verkefni við hæfi. Við höfum áhuga á að hafa stelpuhóp en það fer svolítið eftir fjöldanum hvort við getum það.

Námskeiðið er ætlað börnum sem fædd eru 2008, 2009 og 2010. Yngstu börnin þurfa oftast meiri stuðning og er mikilvægt að einhver fylgi þeim. Algengt er að þeir sem eru yngstir eða hafa ekki komið áður endist í styttri tíma. Það er eðlilegt og því í góðu lagi að hætta fyrr eða hvíla sig ef þess þarf!

Skráning á námskeiðið fer fram á facebooksíðunni okkar. Best er ef þið sendið okkur skilaboð þar sem fram kemur: nafn og kennitala barns og gsm-símanúmer foreldris. Einnig er hægt að skrá með því að senda sms á 863-5272.

Tekið verður við greiðslum fyrir fyrstu æfinguna eða frá kl.16.30 föstudaginn (8.nóv).

Þjálfarar eru: Pálmar Örn Guðmundsson og Steinberg Reynisson.

facebooksíða: https://www.facebook.com/fotboltaskoliumfg

Sjáumst spræk!