Síðastliðinn fimmtudag fór fram í Keflavík undankeppni Skólahreysti þar sem Grindvíkingar áttu fjóra keppendur. Leon Ingi Stefánsson keppti í armbeygjum og dýfum, Angela Björg Steingrímsdóttir keppti í hreystigripi og armbeygjum og þau Andri Hrafn Vilhelmsson og Regína Þórey Einarsdóttir kepptu í hraðarbrautinni. Krakkarnir stóðu sig öll mjög vel. Til að mynda var Angela með þriðja besta tímann í hreystigripi og er árangur Grunnskóla Grindavíkur á uppleið á hverju ári.
Flottir krakkar sem við eigum þarna og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.