Flott námskeið hjá Ólínu og Eddu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Síðastliðinn laugardag héldu þær Ólína Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir námskeið fyrir 3. og 4. flokk kvenna hér í Grindavík. Námskeiðið var vel sótt og mættu 27 stelpur. Stelpurnar tóku allar virkan þátt í námskeiðinu og stóðu sig með prýði en landsliðskonurnar fyrrverandi töluðu um að framtíðin í kvennaboltanum í Grindavík væri björt.

Ólína og Edda fóru yfir atriði sem þær telja vera lykillinn í því að ná árangri fyrir stelpur sem vilja ná langt í fótbolta.
Andlegur undirbúningur og sjálfstraust- líkamlegt form og lykilatriði fyrir hverja stöðu á vellinum – Liðsheild.

Dagskrá námskeiðsins var eftirfarandi:

Fyrirlestur í Gula húsinu kl.9.30
Æfing kl.11.00
Hádegismatur kl.13.00
Fyrirlestur í Gula húsinu kl.13.30

Nokkrar myndir frá námskeiðinu: