Fimm ungir Grindvíkingar í yngri landsliðum í körfubolta

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þrátt fyrir að tímabilið hafi tekið ótímabæran enda hjá meistaraflokkum Grindavíkur í körfubolta þá er engu að síður bjart fyrir framtíð körfuboltans í Grindavík. Bikar- og Íslandsmeistaratitlar voru ófáir á tímabilinu og á dögunum bárust þær fréttir að fimm leikmenn hefðu verið valdir í hópa yngri landsliða sem keppa á Norðurlandamótinu í Svíþjóð og Copenhagen Invitational-mótinu í Kaupmannahöfn á vordögum.

Þrír leikmenn úr hinu gríðarlega efnilega liði 9. flokks stúlkna eru í U15 ára hópnum. Fulltrúar Grindavíkur eru:

U15 stúlkna:
Halla Emilía Garðarsdóttir
Hrund Skúladóttir
Viktoría Líf Steinþórsdóttir

U16 drengja:
Nökkvi Már Nökkvason

U18 karla:
Hilmir Kristjánsson

Liðið koma saman til æfinga í byrjun maí. Liðin má skoða í heild á heimasíðu KKÍ.

Hilmir Kristjánsson

Nökkvi Már Nökkvason

Mynd af 9. flokki – Grindavík.net