Grindavík er enn á stiga í úrvalsdeild kvenna eftir 5 stiga tap gegn Íslands- og bikarmeisturum Njarðvíkur, 65-70, í Röstinni.
Miklar sveiflur voru í fyrri hálfleik en Njarðvík hafði tveggja stiga forskot í hálfleik, 31-29. Grindavík náði svo forskoti í þriðja leikhluta en lokamínútur leiksins voru æsispennandi en það var Njarðvík sem hafði betur að lokum. Grindavík réði ekkert við Leley Hardy sem í raun kláraði leikinn fyrir gestina.
Fyrir Grindavík var Dellena Criner stigahæst með 19 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Berglind Anna Magnúsdóttir var með 16 stig, Helga Rut Hallgrímsdóttir með 12 stig og 7 fráköst og Petrúnella Skúladóttir með 10 stig og 7 fráköst