Feðgin unnu til verðlauna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Um helgina var haldið lokahof MSÍ (Mótorhjóla og snjósleðaíþróttasambands Íslands). Þar fengu feðgin úr Grindavík, Heiðar Örn Sverrisson og Gyða Dögg Heiðarsdóttir, verðlaun í motocrossi . Gyða Dögg varð Íslandsmeistari í sínum flokki sem er 85cc kvenna og Heiðar Örn varð í öðru sæti í 40+ flokk. 

Þess má líka geta að Gyða Dögg varð landsmótsmeistari í sínum flokki á unglingalandsmótinu í sumar.

Gyða Dögg efst á verðlaunapalli, Íslandsmeistari í sínum aldursflokki.

Heiðar Örn lengst til vinstri á verðlaunapalli.