Þrír lykilleikmenn hafa yfirgefið kvennalið Grindavíkur í fótbolta að undanförnu. Varnarmaðurinn Alma Rut Garðarsdóttir er gengin í raðir KR frá Grindavík en þetta var staðfest á vef KR í gær. Markvörðurinn Emma Higgins fór einnig í KR og Sara Hrund Helgadóttir er farin í FH.
Alma spilaði ekki með Grindavik síðasta sumar vegna meiðsla en er komin á fullt núna og var ákveðin í að finna sér lið í efstu deild. Hún valdi svo að fara ti KR. Alma hefur spilað 8 landsleiki fyrir U-17 ára landslið Íslands og 4 fyrir U19. Alma stundar nám í Bandarikjunum og spilar þar með Kennesaw State University í NCAA div 1. Á sínu fyrsta ári var Alma valin í All conference team ástamt freshman team eftir að hafa verið markahæst liðsins.