Grindvíkingar höfðu sætaskipti við KA í Pepsi-deild karla í gær þegar liðið tapaði fyrir KA-mönnum fyrir norðan, 2-1. Simon Smidt skoraði eina mark Grindavíkur og er Andri Rúnar því ennþá einu marki frá því að jafna markametið í efstu deild, sem er 19 mörk. Andri fær þó einn séns enn en lokaleikur Grindavíkur í deildinni er heimaleikur gegn Fjölni á laugardaginn.
Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn
Viðtal við Óla Stefán eftir leik: