Grindavíkurkonur lönduðu 3 dýrmætum stigum í botnbaráttunni í Pepsi-deild kvenna í gær þegar þær lögðu Fylki, 2-1, hér í Grindavík. Eftir þennan sigur hefur Grindavík slitið sig frá liðunum í fallsætum deildarinnar og eru með 5 stiga forskot á Fylki og 8 stiga forskot á botnlið Hauka.
Það voru tvö jöfn lið sem mættust á Grindavíkurvelli í gær og mikil barátta sem einkenndi leikinn. Viljinn virtist þó vera ögn meiri hjá Grindavík sem skilaði þeim þremur stigum í hús. Elena Brynjarsdóttir setti sigurmarkið eftir mikið klafs í teignum og var valin maður leiksins hjá Fótbolta.net en Elena hefur verið á skotskónum undanfarið og setti þarna sitt þriðja mark í tveimur leikjum.
Næsti leikur Grindavíkur er ekki síður mikilvægur en það er útileikur gegn botnliði Hauka á sunnudaginn. Síðan tekur við langt hlé á deildinni vegna EM í Frakklandi og á Grindavík ekki leik fyrr en 10. ágúst þegar þær taka á móti KR hér í Grindavík.
Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn
Viðtal við Söru Hrund Helgadóttur eftir leik: