Dregið í riðla hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Riðlaskipting er klár fyrir keppni í 1. deild kvenna í sumar. Í 1. deild kvenna eru leikið í tveimur riðlum þar sem annar inniheldur níu félög en hinn átta. Leikin er tvöföld umferð áður en kemur í fjögurra liða úrslitakeppni. Riðill Grindavíkur er eftirfarandi:

B-riðill: 

Fjarðabyggð 
Fjölnir 
Grindavík 
Höttur 
Keflavík 
KR 
Sindri 
Völsungur

Það er því ljóst að talsverð ferðalög bíða Grindavíkurstúlkna í sumar. En liðinu hefur borist góður liðsauki í fyrrverandi leikmönnum en þjálfari liðsins er Helgi Bogason.