Dregið var í Maltbikarnum í höfuðstöðvum KKÍ í dag og voru bæði Grindavíkurliðin í pottinum. Er skemmst frá því að segja að bæði lið fá grannaslag þar sem strákarnir heimsækja Ljónagryfjuna í Njarðvík og stelpurnar fá Keflavík í heimsókn. Ekki er búið að raða leikjum niður á keppnisdaga en leikið verður dagana 4.-6. nóvember
Liðin sem mætast í 16 liða úrslitum karla eru:
Njarðvík – Grindavík
Valur – Tindastóll
Keflavík – Fjölnir
ÍR – Snæfell
Þór Ak – Höttur
KR – Vestri
Njarðvík b/Skallagrímur – Haukar
KR b – Breiðablik
Liðin sem mætast í 13 liða úrslitum kvenna eru:
Þór Ak – Snæfell
Fjölnir – Skallagrímur
Breiðablik – Haukar
Grindavík – Keflavík
Njarðvík – Stjarnan
ÍR, Valur og KR sitja hjá.