Er allt fullt af flöskum og dósum eftir hátíðarnar? Nennirðu ekki að flokka og telja og fara með þær í endurvinnsluna? Ekki örvænta, því meistaraflokkur kvenna er til í að aðstoða þig! Sunnudaginn 3. janúar ætla stúlkurnar að ganga hér hús úr húsi og safna þeim flöskum sem fólk vill láta af hendi. Þessi söfnun er stór liður í fjáröflun liðsins og munar um allt. Þeir sem verða ekki heima geta skilið poka eftir fyrir utan og stelpurnar sjá um rest.
Af Facebook-síðu körfuknattleiksdeildarinnar:
„Sælir Grindvíkingar og gleðilega hátíð. Nú ætlum við í meistarflokki kvennaliðs Grindavíkur að koma í okkar árlegu flöskusöfnun á Sunnudaginn 3 jan. Við byrjum röltið kl 12:00 og munum koma í öll hús. Þeir sem ekki verða heima en vilja að við tökum flöskur geta skilið eftir pokann fyrir utan og við sjáum um rest. Þessi fjáröflun er okkur gríðarlega mikilvæg og vonum við innilega að þið takið vel á móti okkur. Kvennalið Grindavíkur.“