Grindvíkingur Daníel Leó Grétarsson, sem leikur með liði Álasunds í norsku úrvalsdeildinni, hefur verið valinn í U21 landslið Íslands sem leikur tvo leiki í undankeppni EM í september. Fyrri leikurinn er gegn Norður Írum þann 2. september og sá seinni gegn Frökkum þann 6. september. Daníel á 4 leiki að baki með U21 liðinu og 10 leiki með U19
Ísland er sem stendur í 2. sæti riðilsins með 12 stig en Frakkar eru á toppnum með 14 stig. Ísland hefur þó leikið einum leik færra en franska liðið. Fyrri leikurinn fer fram á Mourneview Park á Norður Írlandi sem er heimavöllur Glenovan. Leikurinn fer fram föstudaginn 2. september og hefst hann klukkan 18:00. Seinni leikurinn er gegn Frökkum en hann er leikinn á Stade Michel-d´Ornano í Caen. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 6. september klukkan 16:45.