Daníel Leó Grétarsson á reynslu til Noregs

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Frá því var greint á vefsíðunnu fótbolti.net fyrir stundu að Grindvíkingur Daníel Leó Grétarsson væri á leiðinni til liðs við lið Álasunds í Noregi þar sem hann mun æfa með liðinu til reynslu næstu daga. Við óskum Daníel að sjálfsögðu til hamingju með þetta tækifæri og birtum hér fréttina frá fótbolta.net:

,,Daníel Leó Grétarsson, leikmaður Grindavíkur, mun á sunnudag halda til Noregs þar sem hann verður á reynslu hjá Álasund. Daníel staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Útsendarar frá Álasund sáu Daníel spila með Grindvíkingum í sumar og ákváðu í kjölfarið að bjóða honum að koma til æfinga.

Daníel Leó, sem er 18 ára gamall, mun æfa með Álasund í ellefu daga.

Daníel Leó hefur þrátt fyrir ungan aldur verið fastamaður í liði Grindvíkinga undanfarin tvö tímabil en hann getur spilað bæði á vörninni sem og á miðjunni.

Þá á Daníel Leó tíu leiki að baki með U19 ára landsliði Íslands.”

Mynd og texti: Fótbolti.net , ljósmyndari: Hafliði Breiðfjörð