Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Sigurjón Rúnarsson hafa verið valdir í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar U19 ára landslið karla, en það er Þorvaldur Örlygsson þjálfari sem velur hópinn. Æfingarnar fara fram helgina 2.-4. febrúar. Þeir Dagur og Sigurjón eru báðir fæddir árið 2000 og hafa verið að banka á dyrnar hjá aðalliði Grindavíkur. Báðir léku þeir sína fyrstu meistaraflokksleiki síðastliðið sumar og Dagur skoraði 2 mörk í sigri Grindavíkur á Keflavík á dögunum.
