Nú rétt í þessu fóru pennarnir á loft í Gjánni þar sem Dagur Kár Jónsson skrifaði undir samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Um gríðarlegan liðsstyrk er að ræða fyrir Grindavík en Dagur er einn af efnilegustu bakvörðum landsins og mun án vafa reynast Grindvíkingum mikill liðsstyrkur.
Dagur lék í Bandaríkjunum síðastliðinn vetur með St. Francis háskólanum en á Íslandi lék hann síðast með Stjörnunni þar sem hann var að skora rúm 17 stig að meðaltali í leik og gefa tæpar 4 stoðsendingar. Með þessum vistarskiptum fetar Dagur í fótspor föður síns, Jóns Kr. Gíslasonar, sem lék einmitt með Grindavík fyrir einum 20 árum síðan.
Karfan.is tók Dag tali: