Pennarnir voru á lofti í Gjánni í gærkvöldi þegar körfuknattleiksdeild UMFG skrifaði undir samninga við þrjá leikmenn og einn þjálfara. Jóhann Árni Ólafsson er kominn heim eftir vetrardvöl hjá Njarðvík og Hinrik Guðbjartsson snýr aftur úr víking frá Vestfjörðum. Þá framlengdi Dagur Kár sinn samning við Grindavík sem er mikið gleðiefni enda Dagur einn af betri bakvörðum landsins á nýliðnu tímabili.
Þá má segja að þjálfaramál meistaraflokks karla séu komin 100% á hreint þrátt fyrir að óvissan hafi sennilega ekki verið mikil en Jóhann Þór Ólafsson undir nýjan samning við félagið.
Við tókum púlsinn á þeim Jóhanni Árna og Degi Kár. Neðst í fréttinni eru svo nokkrar myndir.
Viðtal við Jóhann Árna:
Jæja Jói, þú ert kominn aftur í Grindavík, er þetta eitthvað sem er búið að liggja lengi í loftinu?
„Já og nei. Það er nú kominn dálítill tími síðan ég settist niður með mönnum hér í Grindavík og við fórum yfir hlutina. Síðan þá gerðist lítið annað en að ég var að fara yfir kosti og galla þess að koma aftur til Grindavíkur eða taka annað tímabil með Njarðvík. Síðan gerðust hlutirnir hratt í gær og ég er mjög sáttur.“
Nú ert þú ekki gamall en búinn að vera að spila í meistaraflokki síðan elstu menn muna, er nóg eftir á tanknum?
Já ég tel það, á meðan ég hef gaman af þessu þá ætla ég að halda áfram og leggja mitt að mörkum.
Þú hefur verið að þjálfa yngri flokka hjá Grindavík. Ætlarðu að halda því áfram?
Já ég er yfirþjálfari yngri flokkana og einnig þjálfaði ég 1. og 2. bekk drengi í vetur. Ég hef hug á að taka að mér meiri þjálfun næsta vetur en ég gerði núna í vetur. það mun vonandi skýrast fljótlega hvaða verkefni maður tekur að sér næst í þjálfuninni. Ég saknaði þess svolítið í vetur að vera ekki að þjálfa eldri flokka eins og ég hef gert síðustu ár.
Viðtal við Dag Kár Jónsson: