Portúgalska landsliðskonan Carolina Mendes sem lék með Grindavík í Pepsi-deild kvenna í sumar, mun ekki leika með Grindavík að ári en hún hefur gert samning við ítalska liðið Atalanta sem leikur í Seríu A. Mendes lék 17 leiki með Grindavík í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði í þeim 3 mörk, en hún lék einnig með Portúgal á EM og skoraði þar tvö mörk. Hún er fimmti leikmaðurinn úr Pepsi-deildinni í sumar sem færir sig yfir í Seríu A á Ítalíu.
